RE: jafnréttisáæltun
Málsnúmer201904095
MálsaðiliJafnréttisstofa
Tengiliður
Sent tilEyrún Rafnsdóttir
SendandiArnfríður Aðalsteinsdóttir
CC
Sent24.05.2019
Viðhengi
Dalvíkurbyggð 24.05.19.pdfimage005.gifimage004.jpgimage003.jpg

Sæl Eyrún.

 

Jafnréttisstofa hefur móttekið jafnréttisáætlun Dalvíkurbyggðar og gerir örlitlar athugasemdir, sjá einnig jafnréttisáætlun sveitarfélagsins með athugasemdum í viðhengi.

 

Til að jafnréttisáætlunin uppfylla kröfur laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla þarf að koma fram hvernig sveitarfélagið uppfyllir 22. gr. laganna sem fjallar um kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni og kynferðislega áreitni. Alla þessa þætti þarf að tilgreina í áætluninni.

 

Einnig er bent á eftirfarandi:

 

  1. Bls. 1. Gott að láta gildistíma jafnréttisáætlunarinnar koma fram í fyrirsögninni.
  2. Bls. 3. Launajafnrétti. Væntanlega er sveitarfélagið farið að huga að jafnlaunavottun og því vel við hæfi að setja vottunina inn sem aðgerð.
  3. Bls. 3. Hvernig tryggir sveitarfélagið konum og körlum sömu möguleika til endur- og símenntunar?
  4. Bls. 3. Skoða tilvitnun í lögin þar sem 18. greinin kemur ekki inn á auglýsingar.
  5. Bls. 3. Þar segir: Umsækjandi af því kyni sem er í minnihluta í viðkomandi starfsgrein skal að öðru jöfnu ganga fyrir við ráðningu. Til að fyrirbyggja allan misskilning væri gott að setja þarna inn … sé um jafnhæfa umsækendur að ræða
  6. Bls. 4. Í 2. gr. er líka að finna skilgreiningar á kynbundnu ofbeldi og kynbundinni áreitni.
  7. Bls. 5. Í ákvæði í samningi við íþróttafélögin mætti mætti líka setja inn ábyrgð íþróttafélaga m.t.t. 22. gr. kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni.

 

Jafnréttisstofa óskar eftir að fá jafnréttisáætlun sveitarfélagsins senda þegar hún hefur verið uppfærð m.t.t. þessa.

 

Hikaðu ekki við að hafa samband ef eitthvað er óljóst og eða ef frekari aðstoðar er óskað.

 

Góð kveðja og gangi vel.

 

 cid:image001.jpg@01D39132.8BA49DD0


Arnfríður Aðalsteinsdóttir

Sérfræðingur / Advisor

Jafnréttisstofa / Directorate of Equality

Borgum, 600 Akureyri, Iceland
Sími/ Tel: +(354) 460 6200

www.jafnretti.is / www.gender.is

 

 

 

From: Eyrún Rafnsdóttir
Sent: þriðjudagur, 21. maí 2019 09:01
To: Arnfríður Aðalsteinsdóttir
Subject: jafnréttisáæltun

 

Sæl vertu Arnfríður

Dalvíkurbyggð fékk erindi frá Jafnréttisstofu 19. Mars sl. þar sem óskað er eftir jafnréttisáætlun sveitarfélagsins.  Vegna mistaka var ekki búið að bregðast við erindinu.

En hér kemur jafnréttisáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir næstu árin.   

 

 

Kveðja,

 

Eyrún Rafnsdóttir

Félagsmálastjóri

Félagsþjónusta Dalvíkurbyggðar

__________________________________________

 

cid:image002.jpg@01D4178E.915C7EE0

 

Dalvíkurbyggð

Ráðhúsi,  620 Dalvík

 

Sími: 460-4900 skrifstofa

Beinn sími: 460-4910

 

     cid:image001.gif@01CF49D3.AF798EA0Við erum á Facebook

 

Allar upplýsingarnar sem fram koma í þessum tölvupósti eru trúnaðarmál og kunna að falla undir ákvæði um þagnarskyldu. Þær eru eingöngu ætlaðar skráðum viðtakanda eða viðtakendum. Öllum öðrum er óheimill aðgangur að þessum tölvupósti. Ef þú ert ekki sá aðili sem tölvupósturinn er ætlaður er þér óheimilt að upplýsa um hann, afrita hann, dreifa honum eða framkvæma einhverjar aðgerðir eða láta vera að framkvæma einhverjar aðgerðir á grundvelli hans og slíkt kann að vera ólöglegt. Ef um mistök í sendingu er að ræða ertu vinsamlega beðin(n) að láta sendanda vita og eyða póstinum.

************************************************************************
The information in this email is confidential and may be legally privileged. It is intended solely for the addressee. Access to this email by anyone else is unauthorized. If you are not the intended recipient, any disclosure, copying, distribution or any action taken or omitted to be taken in reliance on it, is prohibited and may be unlawful.  If you recive a email for a mistake please inform the sender and delete the email.